- +

Tandoori ýsa á hrísgrjónabeði

Marinering
3 dl AB-mjólk eða hrein jógúrt
2 msk tandoori-krydd eða eftir smekk
1 tsk malað kúmen (1-2 tsk)
saltflögur eftir smekk
fersk smátt söxuð steinselja
chiliflögur
2 cm bútur af engifer, rifinn (2-4 cm)
1 stk sítróna, safinn kreistur

Annað hráefni sem þarf
ýsa eða annar fiskur eftir smekk (magn eftir fjölda matargesta)
rifinn ostur
3 dl soðin hrísgrjón eða bygg (3-4 dl)
nokkrar gulrætur og hálfur hvítkálshaus sem er rifið og blandað saman í salat

Aðferð:

1. Hráefnunum fyrir marineringuna er blandað saman í skál.

2. Stærðin á ýsuflakinu fer að sjálfsögðu eftir fjölda manns í mat og er flakið skorið í bita, sett í marineringuna og látið standa í alla vega klukkutíma en má alveg liggja í henni í sólarhring.

3. Stillið hitann á ofninum í 180 °C

4. Hýðisgrjón eru soðin og sett í botninn á eldföstu móti.

5. Ýsubitunum er raðað yfir grjónin og afganginum af marineringunni hellt yfir. Stráið rifnum osti yfir og bakað í ofninum í 14-16 mínútur - tíminn fer að sjálfsögðu eftir ofnum.

6. Berið fiskréttinn fram með rifnum gulrótum og smátt skornu hvítkáli.

Höfundur: Theodóra J. Sigurðardóttir Blöndal