- +

Sterkur steinbítur með eplum og kotasælu

Steinbítur
salt og pipar
600 g steinbítur (6-800 g)
3 msk. heilhveiti
50 g smjör
1 stk. epli
1 stk. laukur meðalstór

Sósa
1 dós kotasæla
1 dl matreiðslurjómi frá Gott í matinn
200 g grísk jógúrt
1 bréf 50 gr coconut curry spice paste (asian home gourmet)
1 msk. maisenamjöl

 

Aðferð:
Steikið fiskinn á pönnu og bætið við lauk og eplum. Hrærið saman coconut curry spice paste, grískri jógúrt, kotasælu, matreiðslurjóma og maisenamjöli.
Hellið blöndunni yfir fiskinn og látið sjóða við vægan hita í 4-6 mínútur. Borið fram með hrísgrjónum og góðu salati

Höfundur: Árni Þór Arnórsson