- +

Steiktur mexíkó fiskur með nachosraspi, mexíkósku ostasalsa og skyramole

Fiskur
800 g ýsa eða annar fiskur
2 stk egg
½ tsk chilliduft
3 dl nachosraspur
2 dl brauðraspur
100 g smjör til steikingar

Mexíkóostasalsa
200 g paprika helst 3 litir
100 g saxaður rauðlalukur
2 dl salsa sósa
1 stk mexikóostur

Skyramole
salt og nýmalur svartur pipar
200 g skyr
1 stk avokató
½ safi af sítrónu
1 msk saxaður kóríander
2 tsk agavesíróp

Aðferð:
Maukið eða brjótið nachosflögurnar. Blandið saman raspinum og chilliduftinu, Brjótið eggin í skál og sláið það í sundur með gafli. Skerið fiskinn í bita of veltið upp úr eggjunum og raspinum. Steikið í smjörinu á pönnu. Berið fram með mexikóostasalsa og skyramole.

 

Höfundur: Árni Þór Arnórsson