- +

Steikt ýsa með osti og paprikusalsa

Ostaýsa
Salt og nýmulinn svartur pipar
800 g ýsuflök
3 egg
½ dl rjómi frá Gott í matinn
1,4 tsk. paprikuduft
100 g rifinn pizzaostur
1 msk. smjör
1 msk. olía

Paprikusalsa
Salt og nýmulinn svartur pipar
1 stk. rauð paprika
1 stk. gul paprika
1 stk. græn paprika
1 stk. paprikuostur
½ dl söxuð steinselja
50 g saxaður blaðlaukur
2 msk. ólífuolía

Aðferð:

Ostaýsa aðferð:

Skerið ýsuna í bita. Hrærið saman egg, rjóma, paprikuduft, salt og pipar. Veltið ýsunni upp úr eggjablöndunni og steikið á báðum hliðum á pönnu í smjörinu og olíunni. Setjið ýsuna í eldfast mót og hellið restinni af eggjblöndunni yfir. Stráið pizzaostinum yfir fiskinn og eggjablönduna og bakið við 180°C í u.þ.b. 12 - 14 mínútur. Berið fram með soðnum kartöflum og paprikusalsa.

 

Paprikusalsa aðferð:
Skerið paprikina og ostinn í teninga blandið öllu saman og hrærið vel
 

Höfundur: Árni Þór Arnórsson