- +

Smjörsteikt bleikja með jarðarberjasalsa og fetaosti

Bleikjan:
4 stk. bleikjuflök
4 msk. smjör
Sjávarsalt og nýmalaður svartur pipar

Jarðarberjasalsa
3 stk. vel þroskaðir meðalstórir tómatar
1 bakki jarðarber
½ stk. lítill rauðlaukur
Handfylli feskt basil
1 msk. ólífuolía
2 tsk. rauðvínsedik
Sjávarsalt og vel af nýmöluðum svörtum pipar
3 msk. mulinn hreinn fetaostur (t.d. fetakubbur, 3-4 msk.)

Aðferð:

Bleikjan:

Beinhreinsið bleikjuna, skolið undir köldu vatni og þerrið vel. Kryddið með salti og pipar báðum megin. Setjið smjörið á pönnu og stillið á meðalháan - háan hita. Látið smjörið bráðna og þegar það byrjar að freyða leggið fiskinn þá á pönnuna með roðhliðina upp. Steikið í 1-2 mínútur. Snúið svo flakinu við og steikið þar til roðið er stökkt eða í um 3 mínútur.  Leggið á disk og berið fram með jarðarberjasalsanu og myljið fetaost yfir. 

 

Jarðarberjasalsa:

Skerið tómatana og jarðarberin smátt og setjið í skál. Saxið laukinn mjög smátt og bætið saman við. Kryddið með svörtum pipar, dálitlu salti og hellið olíunni og edikinu yfir. Skerið basilið frekar smátt og setjið saman við. 

Höfundur: Helena Gunnarsdóttir