- +

Sjávarréttargratín með camembert

Sjávarrétta gratín
200 g smálúða
8 stórir humarhalar
100 g tígrisrækjur
100 g kartöflur
50 g shallott laukur
150 ml mjólk
1 tsk karrý
10 g kóríander
50 g hveiti
50 g smjör
1 stk egg
1 Dala Camembert ostur

Aðferð:
Smjör er brætt í potti og hveiti blandað við, mjólk er hituð í potti með karrýi og þykkt með hveiti og smjör blöndu. Shallottu laukurinn saxaður fínt og settur út í mjólkina, potturinn er tekinn af hellunni og eggi er pískað saman við . Kartöflurnar skornar gróft niður og soðnar í 6-8 mínútur í söltu vatni. Smálúðan, humarinn og tígrisrækjan er skorið gróft niður og sett út í mjólkurblönduna með grófsöxuðum kóríander og kartöflunum, þetta er allt sett í eldfast mót og camembert osturinn skorinn niður og dreift ofan á . Gott getur líka verið að nota rifinn ost yfir. Bakað á 220°C í 8-10 mínútur.

Höfundur: Ungkokkar Klúbbur matreiðslumeistara