- +

Saltkex fiskur

Saltkex fiskur
salt og pipar
800 g ýsa eða þorskur
2 msk smjör
200 g saltkex
300 g paprikurjómaostur
125 g rjómaostur með svortum pipar

Aðferð:
Smyrjið eldfast mót með smjöri. Myljið saltkexið í botninn, raðið fiskibitum á saltkexið og kryddið með salti og pipar. Klípið paprikurjómaostinn og rjómaostinn með svörtum pipar yfir fiskinn. Bakið við 175°C í 20 – 25 mínútur berið fram með kartöflum eða grjónum og salati.

Höfundur: Árni Þór Arnórsson