- +

Saltfiskur með kartöflum og ólífum

Innihald:
800 g saltfiskur, eða 800 g - 1 kg, gott er að nota hnakkastykkin
2 msk. olía, 2-3 msk.
4 stk. kartöflur, 4-6 stk., skornar í teninga (meira eftir smekk)
4 stk. hvítlauksrif, 4-5 stk., maukuð
1 stk. rauður chili, 1-2 stk., fræin fjarlægð og piparinn skorinn smátt
2 dósir niðursoðnir tómatar, 2-3 dósir
2 msk. kapers
grænar ólífur eftir smekk
1 msk. óreganó
skvetta af worchestershiresósu
salt og svartur pipar eftir smekk
söxuð steinselja

Meðlæti:
saxaður kóríander
lime, skorið í mátulega stóra báta
salatblöð að eigin vali
2 stk. avókadó, skorið í sneiðar eða bita
½ stk. sítróna, safinn kreistur
grófar saltflögur
gróft brauð

Aðferð:

Skerið saltfiskinn í bita og setjið til hliðar.

Skerið kartöflurnar í litla teninga (með eða án hýðis) og laukinn í þunnar sneiðar.

Notið nokkuð djúpa pönnu (eða pott) og hitið olíuna í henni.

Byrjið á því að setja kartöflurnar í pönnuna og brúnið þær. Það tekur nokkrar mínútur. Bætið lauknum við og brúnið áfram.

Pressið hvítlauksrifin og blandið þeim saman við.

Chilli er skorið smátt og bætt saman við.

Hellið tómötum út í og látið örlítið af vatni saman við það sem eftir er í dósinni og bætið við.

Síðan er kapers, ólífum og óreganó bætt við. Endilega aukið skammtinn af þessu ef ykkur langar.

Látið suðuna koma upp, lækkið hitann og látið pottréttinn malla varlega áfram í 15-20 mínútur. Hrærið í honum af og til.

Smakkið til með salti og pipar.

Saxið steinselju og kóríander smátt.

Gott er að hafa koríander í sér skál á borðinu þar sem það eru ekki allir hrifnir af honum.

Hins vegar er óhætt að bæta mikið við af steinselju í réttinn.

Ef ykkur finnst rétturinn vera of þurr er allt í lagi að bæta vatni í hann.

Í lokin er saltfiskurinn settur saman við og rétturinn látinn smásjóða við vægan hita áfram þar til fiskurinn er eldaður (það tekur fiskinn u.þ.b. 10-12 mínútur að verða tilbúinn).

Leggið salatblöð fallega á disk og dreifið avókadó ofan á. Kreistið sítrónuna yfir og stráið nokkrum saltkornum yfir ásamt skvettu af ólífuolíu.

Raðið lime-bátum fallega á disk.

Berið réttinn fram með góðu brauðu. 

Höfundur: Theodóra J. S. Blöndal