- +

Pizzufiskur

Innihald:
400 g ýsa (eða annar fiskur)
2 msk. olía
1 gulur laukur
3 sneiðar ananas
6 pepperóní sneiðar (6-8 stk.)
½ dós niðursoðnir tómatar (1/2 - 1 dós)
3 msk. rjómaostur (3-4 msk.)
1 msk. óreganó
salt og pipar eftir smekk
2 dl rifinn ostur

Aðferð:

Stillið ofnhitann á 180 °C

Finnið til ofnfast form.

Afhýðið laukinn og skerið hann smátt.

Skerið ananasinn í minni bita og pepperóníið í ræmur.

Skerið fiskinn í smærri bita ef ykkur finnst þurfa.

Dreifið olíunni um formið og leggið fiskinn í formið. Kryddið fiskinn með salti, pipar og óreganó.

Stráið lauknum yfir ásamt pepperóní og ananas.

Opnið tómat dósina og hellið innihaldinu (eða helmingnum) yfir fiskinn. Setjið teskeið af rjómaosti hér og þar yfir tómatana.

Stráið rifnum osti yfir og kryddið létt.

Bakið neðarlega í ofninum í um 15-20 mínútur.  Berið fram með hrísgrjónum og salati.

Höfundur: Theodóra J. Sigurðard. Blöndal