- +

Ofnbakaður lax með sýrðum rjóma og sinnepi

Innihald:
800 g lax
1 dós sýrður rjómi 36%
100 g smátt saxaður laukur
3 msk dijon sinnep
2 msk sætt sinnep
1 dl brauðraspur
1 msk púðursykur
salt og pipar eftir smekk

Aðferð:

1. Raðið laxinum í eldfast mót og kryddið með salti og pipar.

2. Hrærið saman saxaðan lauk, dijonsinnep, sætt sinnep og sýrðan rjóma og smyrjið vel yfir laxinn.

3. Blandið saman brauðraspi og púðursykri og stráið yfir sinnepsblönduna og laxinn.

4. Bakið við 170°C í 20-25 mínútur.

Höfundur: Árni Þór Arnórsson