- +

Ofnbakaður fiskur með hrísgrjónum og papríkusmurosti

Innihald
salt og nýmulinn svartur pipar
6 dl soðin hrísgrjón
600 g ýsa (hægt að nota annan fisk)
1 msk. smjör
1 stk. meðalstór laukur
100 g sveppir
100 g broccoli
2 tsk. madras karrí
300 g papríkusmurostur

Aðferð:
Steikið grænmetið í smjörinu og kryddið með madras karrí og salti og pipar. Bætið í soðnum grjónum. Setjið í eldfast mót. Raðið fiskinum ofan á grænmetis og grjónablönduna. Klípið smurostinn yfir. Bakið við 175°C í 20-25 mínútur.

Berið fram með fersku salati

Höfundur: Árni Þór Arnórsson