- +

Ofnbakaður fiskur í ostasósu með makkarónum og salami

Hráefni
1 box kirsuberjatómatar (um 250 g)
ólífuolía
sjávarsalt og svartur pipar
5 dl makkarónur
100 g ítölsk salami eða pepperóní, saxað
600 g þorskhnakkar eða annar hvítur fiskur, skorinn í stóra munnbita
2 msk smjör
2 msk hveiti
½ l matreiðslurjómi
1½ dl parmesanostur, fínrifinn
¼ tsk rauðar piparflögur (má sleppa eða draga úr magni)
múskat eftir smekk
2 msk sítrónusafi
1 dl basillauf, gróft söxuð
100 g gratínostur

Aðferð:

1. Stillið ofninn á 180°. Skerið tómatana í tvennt og raðið á ofnplötu klædda bökunarpappír. Setjið örlitla ólífuolíu yfir og saltið og piprið. Bakið í 30 mínútur. Geymið.

2. Sjóðið makkarónurnar þar til næstum því soðnar. Hellið vökvanum af og látið kalt vatn renna á pastað þar til kælt. Látið vatnið renna vel af.

3. Smyrjið eldfast mót með smjöri og hellið makkarónunum á fatið. Blandið salami, ofnbökuðu tómötunum og fiskinum varlega saman við. Saltið og piprið.

4. Bræðið 2 msk. af smjöri í potti og blandið hveitinu saman við. Hrærið stöðugt. Þegar hveitiblandan sýður hellið matreiðslurjóma saman við smátt og smátt. Hrærið. Þegar sósan tekur að þykkna og sjóða takið af hitanum. Setjið piparflögur, parmesanost  og basil saman við. Smakkið til með múskati og sítrónusafa. Hellið yfir makkarónurnar og fiskinn. Sáldrið gratínosti yfir og bakið i 30 mínútur.

 

Tillögur að meðlæti: pestófylltur brauðhringur (sjá uppskrift í flokknum ‚Brauð‘) og ferskt salat.

Höfundur: Erna Sverrisdóttir