- +

Mexíkófiskur með nachos og salsa

Mexíkófiskur
salt og nýmalaður svartur pipiar
800 g ýsa eða þorskur
300 g nachos flögur
50 g blaðlaukur
100 g paprika
300 ml salsasósa
125 g rjómaostur með hvítlauk

Aðferð:
Smyrjið eldfast mót með smjöri. Setjið nachosflögur í formið og raðið fiskinum í bitum ofan á. Kryddið með salti og pipar. Skerið grænmetið fínt niður og stráið yfir, setjið síðan salsasósuna yfir ásamt rjómaostunum. Bakið við 175°C í 25 mínútur.
Borið fram með salati með avakatóbitum.

Höfundur: Árni Þór Arnórsson