- +

Laxabitar undir blómkálsostaþaki

Innihald
400 g blómkál, bara blómhnapparnir
1 dl rifinn parmesanostur
2 dl rifinn Mozzarellaostur í poka
1 stk púrrulaukur, skorinn í strimla
1 msk ólífuolía
600 g lax, án roðs, skorinn í 3 cm bita
sjávarsalt og svartur pipar
1 dl rjómi
ferskt saxað dill eftir smekk, til skrauts (má sleppa)

Aðferð:

1. Sjóðið blómkálið þar til meyrt.

2. Stillið ofninn á 220°.

3. Maukið blómkálið með töfrasprota eða setjið í matvinnsluvél. Setjið parmesanostinn og helminginn af mozzarellaostinum saman við og hrærið saman. Saltið örlítið og piprið.

4. Takið fram eldfast form og raðið púrrulauksneiðunum þar á. Dreipið ólífuolíunni yfir laukinn. Saltið og piprið laxabitana og raðið þeim síðan ofan á laukinn. Hellið rjómanum yfir. Dreifið blómkálsmaukinu þar ofan á og toppið síðan með restinni af rifna mozzarellaostinum. Bakið í 20 mínútur. Látið standa í 10 mínútur áður en borið fram.

Höfundur: Erna Sverrisdóttir