- +

Lax með strengjabaunum, tómötum og kryddjurtasósu

Innihald:
nokkrir dropar af hunangi
salt og pipar
700 g laxaflak með roði (700-800 g)
1 msk sojasósa
1 msk olía

 

Aðferð:
Skerið laxinn í bita og kryddið þá með pipar og salti. Blandið saman sojasósu og hunangi og penslið laxinn með blöndunni. Hitið olíuna vel á pönnu og setjið fiskinn á hana með roðhliðina upp. Steikið í 2-3 mínútur, snúið þá laxinum og steikið áfram þar til fiskurinn er rétt að verða steiktur í gegn. Takið hann þá af pönnunni, setjið á fat eða diska og berið strax fram með soðnum strengjabaunum, tómötum, sítrónubátum og kryddjurtasósu.

Höfundur: Nanna Rögnvaldsdóttir