- +

Lax með gratíneruðu blómkáli

Innihald:
Blómkál
Salt og pipar
100 g Smjör
Möndluflögur
Gratínostur frá Gott í matinn
Grísk jógúrt frá Gott í matinn
Epli í sneiðum
Appelsína í sneiðum
Rifinn börkur af sítrónu
1 Laxaflak (roðflett og beinhreinsað)

Aðferð:

Skerið laxinn í jafnar sneiðar, saltið og piprið og steikið upp úr smjöri í 3 mínútur á hvorri hlið.

Snöggsjóðið blómkálið í söltu vatni í 10 mínútur, setjið í eldfast mót með smjörteningum og kryddið til með salti og pipar.

Stráið möndluflögum og gratínosti yfir blómkálið og bakið í 180°C heitum ofni í 15 mínútur.

Hellið grískri jógúrt yfir blómkálið og raðið eplaskífum og appelsínubitum yfir til skrauts.

Þessi réttur er bæði léttur og einfaldur. 

 

Höfundur: Sævar Lárusson