- +

Kókoshjúpaðir þorskhnakkar með kúskússalati og wasabisósu

innihald
4 stk af þorskhnakkabitum
svartur pipar
2 msk léttostur með skinku og beikoni
1¼ dl kókosmjöl
1 dl möndlumjöl
1 msk fínsöxuð fersk mynta
1 msk ólívuolía

kúskússalat
2½ dl kúskús
2½ dl sjóðandi vatn
½ stk grænmetisteningur
1 msk rifinn appelsínubörkur
1 msk rifinn sítrónubörkur
1 dl pistasíuhnetur, saxaðar
2 dl þurrkuð trönuber, söxuð
handfylli af fersku kóríander, saxað
handfylli af ferskri myntu, söxuð
tvö handfylli af spínati, saxað
1 msk ólívuolía
1 svartur pipar

wasabisósa:
1½ dl sýrður rjómi
1 msk hrísgrjónaedik
½ msk wasabimauk, meira ef vill
1 stk límóna

Aðferð:

1. Stillið ofninn á 180°.

2. Byrjið á að gera sósuna. Hrærið sýrðum rjóma, hrísgrjónaediki og wasabi saman. Smakkið til með límónusafa og meira wasabimauki ef vill.

3. Setjið þorskhnakkastykkin í olíuborið eldfast fat, eða á bökunarpötu klædda bökunarpappír. Piprið. Bræðið smurost í potti á mjög lágum hita. Smyrjið honum yfir fiskstykkin. Blandið saman kókosmjöli, myntu, möndlumjöli og olíu og þekið fiskstykkin með blöndunni. Bakið í 15-20 mínútur.

4. Setjið kúskús í skál sem þolir háan hita. Myljið grænmetistening ofan á.  Hellið síðan sjóðandi vatninu yfir og hyljið með plastfilmu. Látið standa í 10 mínútur. Blandið síðan öðrum hráefnum saman við sem eiga að fara í salatið og smakkið til með svörtum pipar. 

Höfundur: Erna Sverrisdóttir