- +

Kartöflupönnukökur með reyktum laxi og sinnepssósu

Pönnukökudeig:
4 dl hveiti
1½ tsk. lyftiduft
1 tsk. sjávarsalt
4 dl hrein jógúrt
0,67 dl olía
2 stk. egg, aðskilin
3 stk. frekar stórar kartöflur, afhýddar og rifnar niður
½ dl ítölsk steinselja, söxuð

Sinnepssósa:
2½ dl sýrður rjómi 18%
4 msk. rjómi
2½ tsk. sterkt enskt sinnep, t.d. Coleman's, meira eftir smekk
hunang, eftir smekk
sojasósa, eftir smekk

Álegg:
300 g reyktur lax, skorinn í þunnar sneiðar (300-400 g)
ferskt salat
kapers
rauðlaukur
steinselja
svartur pipar

Aðferð:

Þessi uppskrift dugar fyrir 10-12 stk.

1. Hrærið fyrstu fimm hráefnunum saman ásamt eggjarauðunum. Stífþeytið eggjahvíturnar og blandið varlega saman við. Setjið síðan kartöflur og steinselju gætilega saman við.

2. Steikið á pönnu við meðalhita. U.þ.b. tæp ein súpuausa af deigi fyrir hverja pönnuköku. Haldið pönnukökunum volgum undir álpappír.

3. Hrærið saman sýrðum rjóma, rjóma og sinnepi. Smakkið til með sinnepi, hunangi og sojasósu.

4. Raðið álegginu ofan á hverja pönnuköku og toppið með sósu eða raðið hráefninu á bakka og hver og einn setur á eftir sínu höfði.

Höfundur: Erna Sverrisdóttir