- +

Grillaður lax með kaldri sinnepssósu

Lax
salt og pipar
olía til penslunar
1 kg laxaflak með roði

Sósa
skvetta af sítrónusafa
salt og pipar
½ ds sýrður rjómi eða grísk jógúrt frá Gott í matinn
2 tsk. grófkorna franskt sinnep
2 tsk. fínt söxuð paprika

Aðferð:

Hrærið saman öllu sem á að fara í sósuna. Bragðbætið með sítrónusafa, salti og pipar eftir smekk. Beinhreinsið laxaflakið og skafið hreistrið af roðinu ef þið viljið borða það. Penslið flakið með olíu á báðum hliðum. Setjið flakið í stóra fiskiklemmu í u.þ.b. 3 mínútur á hvorri hlið, en það fer eftir þykktinni á fiskinum. Einnig má pönnusteikja laxinn: Skerið flakið í fjóra hluta. Setjið olíu á pönnu og steikið við meðalhita á báðum hliðum, byrjið á roðhliðinni. Saltið og piprið.
Berið laxinn t.d. fram með kartöflum með dilli, strengjabaunum eða góðu salati. Hellið sósunni yfir.

Höfundur: Inga Elsa Bergþórsdóttir