- +

Grillaðir humarhalar með hvítlaukssósu og ostabrauði

Hvítlaukssósa:
1 stk. hvítlaukur
2 msk. jómfrúarolía
Salt og pipar
1 dós sýrður rjómi frá Gott í matinn
2 msk. grísk jógúrt frá Gott í matinn
2 msk. mæjónes
1 tsk. hlynsíróp
3 msk. graslaukur
Salt og pipar

Humar:
Humar
Hvítlauksolía
Salt og pipar

Brauð með piparosti:
1 baguette brauð
Hvítlauksolía
1 stk. piparostur
Rifinn ostur eftir smekk
Salt og pipar


Aðferð:

Hvítlaukssósa:

Byrjið á því að setja heilan hvítlauk á álpappír og hella olíunni yfir og saltið. Innsiglið og bakið í 180 gráðu heitum ofni í 50 mínútur. 

Leyfið lauknum að kólna aðeins áður en þið farið að meðhöndla hann þar sem hann er ákaflega heitur. 

Á meðan hvítlaukurinn er að kólna setjið þið heila dós af sýrðum rjóma í skál.

Hrærið sýrða rjómann saman við tvær matskeiðar af grískri jógúrt og svo sama magni af mæjónesi og hrærið vel saman.

Hakkið graslaukinn og blandið honum saman ásamt öllum hvítlauknum - sem auðvelt er að kreista úr hýði sínu.

 

Grillaðir humarhalar:

Klippið humarinn upp eftir bakinu og hreinsið görnina frá og leggið humarhalann ofan á skelina.

Penslið humarinn ríkulega með hvítlauksolíu, salti og pipar. Grillið í fimm til sex mínútur á blússheitu grilli eða inni í ofni.

 

Ostabrauð með Piparosti:

Skerið baguette brauðið í tvennt, penslið með hvítlauksolíu, sneiðið piparostinn þunnt og leggið á brauðið. Setjið því næst rifinn ost ofan á og grillið í ofninum í nokkrar mínútur þangað til að osturinn er bráðinn.

Höfundur: Ragnar Freyr Ingvarsson