- +

Glóandi fiskur með spænsku ívafi

Glóandi fiskur
salt og svartur pipar
sítróna, skorin í báta
750 g af fiski í 3 cm bitum, t.d. skötuselur, lúða, karfi, heill hörpudiskur og/eða risarækjur. Um 4 bitar á hvern
3 msk. ólífuolía
1 msk. paprikuduft, reykt, venjulegt eða blanda
4 beikonsneiðar, skornar í tvennt
1 steyptur Mexíkóostur frá MS, skorinn í 8 bita
2 rauðar paprikur, skornar í 3-4 cm langa strimla
16 stk. pepperónísneiðar

Handa 4, tveir grillpinnar á mann.

Aðferð:
Setjið fiskbitana í plastpoka og bætið ólífuolíunni og paprikuduftinu út í. Lokið pokanum og hristið hann svolítið þannig að krydd og olía þeki allan fiskinn. Látið marínerast í 20 mínútur. Búið til sósuna á meðan. Rúllið hálfri beikonsneið um hvern ostbita.
Raðið maríneruðum fiski, papriku og pepperónísneiðum til skiptis á pinnana og setjið tvo ostabeikon-bita á hvern pinna. Penslið pinnana lauslega með afganginum af maríneringunni. Grillið við beinan hita á öllum hliðum í samtals 7-8 mín. Saltið og piprið eftir smekk. Berið strax fram með sítrónubátum, jógúrtsósu með rifinni gúrku og myntu og krydd-hrísgrjónum.
Þetta er einfaldur og fljótlegur réttur sem tekur ekki langan tíma að elda. Hægt er að útbúa pinnana og hummusið áður en lagt er af stað að heiman, hvort tveggja geymist í góðri kælikistu í allt að tvo daga. Þá er ekki annað eftir en að skera niður grænmetið, grilla og borða.

Höfundur: Inga Elsa Bergþórsdóttir