- +

Fiskur með karrí og banönum

Innihald:
400 g fiskur (ýsa, langa, lax...)
2 msk. olía
2 gulrætur
2 dl kókosmjólk
1 banani
2 dl rifinn ostur
3 tsk. karrí (3-4 tsk.)
Sítrónupipar eftir smekk
Salt og svartur pipar eftir smekk
Graskersfræ (má sleppa)

Aðferð:

Stillið ofnhitann á 180 °C

Finnið til ofnfast form og dreifið olíu í formið.

Skerið fiskinn í mátulega bita og setjið hann í formið.

Skrælið gulræturnar og skerið þær smátt.

Skerið bananann í þunnar sneiðar.

Kryddið fiskinn með sítrónupipar, smá salti og pipar.

Hellið kókosmjólkinni í litla skál og hrærið í henni svo hún blandist vel saman. Kryddið hana með karrí, smá salti og aðeins af pipar. Það má alveg bæta aðeins við af kryddunum.

Hellið kókosmjólkinni yfir fiskinn og leggið banana- og gulrótarsneiðarnar fallega yfir sósuna.

Stráið rifnum osti yfir í lokinn og kryddið örlítið meira eftir smekk.

Stráið graskersfræjum yfir ostinn.

Bakið neðarlega í ofninum í um 15 – 20 mínútur.

Berið fram með salati og hrísgrjónum.

Höfundur: Theodóra J. Sigurðard. Blöndal