- +

Bakaður lax með piparrótarrjómasósu og rúgbrauðsmylsnu

Innihald:
800 g laxaflak, roðflett og skorið í átta bita (einnig hægt að nota silung)
8 bútar af bökunarpappír
2½ dl rjómi
4 msk. tilbúið piparrótarmauk
sjávarsalt og svartur pipar
kapers, eftir smekk
saxaður graslaukur eftir smekk
200 g rúgbrauð
2 stk. hvítlauksrif, marin
2 msk. ólífuolía

Aðferð:

Þessi uppskrift dugar fyrir fjóra.

1. Byrjið á að útbúa rúgbrauðsmylsnuna. Setjið rúgbrauð í matvinnsluvél og hakkið. Hrærið mylsnunni saman við 2 msk. ólífuolíu og hvítlaukinn. Saltið aðeins og piprið. Setjið á ofnplötu klædda bökunarpappír og bakið í ofni í 5 mínútur við 200°. Setjið til hliðar.

2. Hrærið saman rjóma og piparrótarmauki. Saltið og piprið.

3. Leggið laxabitana á bökunarpappír. Setjið tæplega 2 msk. af sósunni yfir hvern bita. Lokið síðan vandlega svo úr verði bögglar. Bakið í 10 mínútur við 200°.

4. Dreifið graslauk, kapers og rúgbrauðsmylsnu yfir og berið fram með kókosflatbrauði, auka sósu, sítrónu og svörtum pipar.

Berið fram með kókosflatbrauði, hrísgrjónum eða tilbúnu naanbrauði.

Höfundur: Erna Sverrisdóttir