- +

Bakaður fiskur í kotasælu og sýrðum rjóma með rækjum og jurtum

Bakaður fiskur
salt og nýmalaður svartur pipar
600 g þorsk eða ýsuflök
100 g blaðlaukur
1 stk. rauð paprika
200 g rækjur
180 g sýrður rjómi frá Gott í matinn
200 g kotasæla
2 dl saxað ferskt basilikum
100 g rifinn gratínostur frá Gott í matinn

Aðferð:

Skerið fiskinn í bita og raðið í smurt eldfastmót, bætið í rækjunum, fíntskornum blaðlauk og papriku. Kryddið með salti og nýmuldum svörtum pipar. Hrærið saman sýrða rjómanum, kotasælunni og basilikum. Hellið yfir fiskinn og stráið loks gratínostinum yfir.
Bakið við 180° í sirka. 20 mínútur.

Höfundur: Árni Þór Arnórsson