Menu
Fetaostasalat með rauðrófu-perlubyggi og lambakjöti

Fetaostasalat með rauðrófu-perlubyggi og lambakjöti

Ferskt og gott salat fyrir fjóra.

Innihald

1 skammtar

innihald

lambafile, án fitu
hvítlauksrif, marin
ólívuolía
sherryedik eða rauðvínsedik
nokkrar chilíflögur, eða eftir smekk
sjávarsalt og svartur pipar

fetaostasalat

perlubygg
vatn
grænmetisteningur
lítil rauðrófa, afhýdd og skorin í smáa teninga
fetakubbur frá Gott í matinn, mulinn
epli, afhýtt, kjarnhreinsað og skorið í litla teninga
skallottulaukur, skorinn í þunnar sneiðar
fræ úr 1 granataepli
handfylli af myntu, söxuð
handfylli af klettasalati
graskersfræ

salatsósa

fínrifinn börkur af 1 sítrónu
sítrónusafi
sítrónuolía eða ólívuolía
hunang
svartur pipar

Skref1

  • Byrjið á að sjóða perlubygg.
  • Látið það í pott og setjið vatn, grænmetistening og rauðrófubita út í. Látið suðuna koma upp. Setjið þá lok á pottinn, lækkið hitann og látið malla í 15 mínútur eða þar til allur vökvi er uppgufaður.
  • Leggið til hliðar.

Skref2

  • Veltið lambafile upp úr 1 msk. af ólívuolíu og ediki. Setjið nokkrar chilíflögur saman við, saltið og piprið. Látið hvíla í 5 mínútur.
  • Steikið á pönnu eftir smekk en þó ekki of mikið. Látið kjötið hvíla í 5 mínútur og skerið svo í örþunnar sneiðar.

Skref3

  • Pískið saman fyrstu þrjú hráefnin sem eiga að fara í salatsósuna. Smakkið til með hunangi og pipar.
  • Blandið saman við soðið perlubygg.

Höfundur: Erna Sverrisdóttir