- +

Vatnsdeigsbollur uppskrift

Vatnsdeigsbollur:
2 dl vatn
100 g smjör
2 dl hveiti
¼ tsk. salt
3 stk. egg

Fylling:
þeyttur rjómi, sulta og glassúr

Aðferð:

Þessi uppskrift gerir um 15 bollur.

 

Sjóðið vatn og smjör saman í potti þar til smjörið hefur bráðnað. Blandið hveitinu og saltinu saman við og hrærið rösklega þar til deigið sleppir pottinum og myndar kúlu úr deiginu. Takið pottinn af eldavélinni, setjið deigið í aðra skál og látið kólna örlítið. Þegar deigið hefur náð stofuhita er eggjunum bætt saman við, einu í senn og hrært varlega á milli með hrærivél. Setjið smjörpappír á ofnplötu. Setjið deigið í sprautupoka og sprautið því á plötuna með jöfnu millibili.  Bakið við 200 gráðu hita í 20 mínútur, passa þarf að opna ofninn alls ekki fyrstu 15 mínúturnar af bakstirnum. Látið bollurnar kólna alveg áður en sett er á þær. Hitinn á bakaraofnum er mjög mismunandi, ef ykkur finnst bollurnar vera að brúnast heldur fljótt er gott að lækka hitann í 170 gráður eftir 5 mínútur.  

 

Klassíska fyllingin er þeyttur rjómi, sulta og glassúr auk þess sem bollurnar eru toppaðar með glassúr.

 

Úr smiðju Thelmu Þorbergsdóttur má líka finna hér á síðunni uppskrift að New York ostakökubollum og uppskrift að vatnsdeigsbollum með kanil rjómaostakremi, Nutella og kókos.

Höfundur: Thelma Þorbergsdóttir