- +

Vatnsdeigsbollur með bingókúlusósu

Vatnsdeigsbollur:
4 dl vatn
160 g smjör
¼ tsk. salt
200 g hveiti
5 stk. egg

Fylling:
½ l rjómi frá Gott í matinn, þeyttur
Jarðarberjasulta
Kókosbollur

Skraut
Lakkrískurl
Kókosbolla

Aðferð:

Um 25 stk.

 

Hitið vatn og smjör saman í potti að suðu (gott að bræða smjörið örlítið áður en vatnið er sett út í), bætið þá hveiti og salti saman við og slökkvið á hellunni.

 

Hrærið með sleif þar til deigið verður slétt.

 

Blandan er sett í hrærivélarskál og hrærð með þeytara þar til hún  kólnar að mestu.

 

Eggin eru sett út í, eitt og eitt í einu og hrært vel á milli. Hrært þar til hræran verður jöfn og góð.

 

Deigið er sett á bökunarpappír (á bökunarplötu)  með t.d. matskeið. Mikilvægt að hafa gott bil á milli.

 

Bollurnar eru bakaðar við 200°C í 25 mín við blástur. Það má ekki opna ofninn meðan á bakstri stendur. Passið að hafa nægilegt bil á milli svo bollurnar geti blásið út.
 

Sulta, þeyttur rjómi og ferskir ávextir henta vel á milli og kókósbollur koma einnig mjög vel út með rjómanum. 

 

Bingókúlurnar eru bræddar í potti með rjómanum. Bingókúlusósunni er síðan hellt á milli sem og ofan á bollurnar. 

 

Bollurnar eru skreyttar með lakkrískurli og kókósbollu. 

 

 

Höfundur: Hjördís Dögg Grímarsdóttir