- +

Vanillu ostakaka með Oreo kexi

Innihald:
300 g Rjómaostur frá Gott í matinn
1 pakki Royal búðingur með vanillu
400 ml Vanillublanda frá MS
12 stk. Oreo kexkökur
Jarðarber og rjómi frá Gott í matinn fyrir toppinn

Aðferð:

Uppskrift fyrir 4-6

 

Rjómaostinum og Vanillublöndunni er hrært saman í hrærivél. Næst fer búðingsduftið út í og hrært vel þar til allir kekkir eru farnir og blandan er orðin silkimjúk.

Oreo kex er mulið og kexið og ostakökublandan sett til skiptis í skál eða glas.
Kökuna þarf að setja inn í ísskáp og kæla í minnst 30 mínútur áður en hún er borin fram.
Eftirréttinn er síðan hægt að skreyta að vild og t.d. er gott er að nota þeyttan rjóma, jarðarber og mulið Oreo kex.

Höfundur: Gígja S. Guðjónsdóttir