- +

Tortillakökur með rjómaosti, Nutella, hvítu súkkulaði, sykurpúðum og banönum

Innihald:
4 stk. tortillakökur
4 tsk. hreinn rjómaostur
Nutella eftir smekk
2 stk. litlir bananar, skornir í sneiðar
Litlir sykurpúðar eftir smekk eða stórir, skornir í litla bita
60 g hvítt súkkulaði, fínt saxað

Aðferð:

Fyrir 4-6.

1. Smyrjið hverja tortilluköku með rjómaosti og nutella.

2. Leggið bananasneiðar,  nokkra sykurpúða yfir helming hverjar köku. Sáldrið smá súkkulaði þar yfir. Brjótið kökuna saman. Grillið þar til fyllingin bráðnar. Skerið  og berið fram. Einnig gott að hafa þeyttan rjóma sem meðlæti.

 

Höfundur: Erna Sverrisdóttir