- +

Súkkulaðimús með kókosrjóma

Innihald
200 g dökkt súkkulaði
3 msk vatn
4 stk egg, skipt í eggjahvítur og eggjarauður
¼ tsk salt

Kókosrjómi
250 ml rjómi
2 msk kókos

Aðferð:

Setjið súkkulaði og vatn í pott, bræðið yfir vatnsbaði og hrærið vel. Þegar súkkulaðið er bráðnað skuluð þið setja pottinn til hliðar og kæla. Setjið eggjahvítur og salt í skál og hrærið þar til þær eru orðnar stífar. Blandið eggjarauðum saman við súkkulaðið og hrærið vel með sleif. Blandið þeyttu eggjahvítunum saman við súkkulaðiblönduna smám saman og hrærið vel á milli með sleif þar til allt hefur blandast saman. Sprautið súkkulaðimúsinni í glös eða skálar og kælið inni í ísskáp í 2-3 klukkustundir með plastfilmu yfir.

 

Kókosrjómi

Þeytið rjómann og hrærið kókosinn saman við með sleif. Setjið rjómann í sprautupoka og sprautið honum fallega ofan á súkkulaðimúsina. Skreytið með súkkulaðispónum.

Höfundur: Thelma Þorbergsdóttir