- +

Súkkulaði avocado búðingur fyrir tvo

Innihald
1 stk. avocado
15 g ósykrað kakó
20 g sukrin melis flórsykur (má sleppa)
80 ml rjómi
1 tsk. vanillu extract

Meðlæti
jarðarber eða önnur fersk ber

Aðferð:

Skerið avocado í litla bita. Setjið hráefnið í blandara og blandið þar til verður mjúkt. Einnig hægt að nota töfrasprota. Setjið í skálar og skreytið með jarðarberjum eða öðrum ferskum berjum.

Sérstaklega gott að bera fram með þeyttum rjóma.

Höfundur: Hafdís Priscilla Magnúsdóttir