- +

Sítrónumús

Innihald:
2 stk. sítrónur, safi og börkur
1 dl sykur
2 stk. egg
125 g smjör
3 dl hrein jógúrt
2 dl þeyttur rjómi

Meðlæti
Biscotti

Aðferð:

Þessi uppskrift dugar fyrir 6.

 

Skolið sítrónurnar í volgu vatni. Rífið hýðið og kreistið safann.

Þeytið sykur og egg þar til létt og ljóst og bætið sítrónusafa ásamt hýðinu saman við eggjablönduna.

Bræðið smjör í potti og blandið eggjasítrónukremi saman við. Lækkið hitann. Hrærið stöðugt.

Látið þessa blöndu sjóða við vægan hita þar til komið er þykkt krem. Takið frá hitanum og látið kólna.

Hellið jógúrtinni í skál og blandið sítrónukreminu saman við.

Þeytið rjómann og blandið honum saman við músina / jógúrtsítrónukremið.

Setjið í fallegar desertskálar eða glös.

Geymið í kæli þar til borið er fram.

Skreytið með sítrónuberki (eða einhverju öðru fallegu sem ykkur dettur í hug) og berið fram með biscotti. 

 

Höfundur: Theodóra J. S. Blöndal