- +

Sætur ríkotta með súkkulaði og kanil

Fylling:
150 g ríkottaostur eða hrein kotasæla
börkur af hálfri sítrónu eða lime
2 tsk. hunang
½ tsk. kanill
2 msk. súkkulaðispænir (2-3 msk.)

Aðferð:

Pönnukökurnar sjálfar mega bara vera hefðbundnar pönnukökur eins og þið bakið en hér að neðan er uppskrift að fyllingunni sem á að fara inn í þær.

 

Athugið að ef ekki er hægt að nálgast ríkottaost þá má nota hreina kotasælu. Láta renna úr henni mesta vökvann (í gegnum kaffipoka eða á nokkrum edhúsrúllubréfum) og stappa hana eða mauka örlítið í matvinnsluvél. 

 

Hrærið allt hráefnið saman í skál. Látið standa aðeins í ísskáp. Bakið pönnukökur og náið úr þeim hitanum. Smyrjið blöndunni á pönnukökurnar, um matskeið á hverja pönnuköku. Dreifið úr blöndunni, rúllið upp og skerið hverja köku í tvennt. Stráið smá kanil og súkkulaðispæni yfir og berið fram. Skemmir ekki að bera fram þeyttan rjóma með. 

Höfundur: Halla Bára Gestsdóttir