Menu
Sykurlaus skyrterta með lakkírsbragði

Sykurlaus skyrterta með lakkírsbragði

Ef þið viljið eitthvað gott og einfalt til að útbúa fyrir matargestina, í saumaklúbbnum eða bara til að gera ykkur glaðan dag, þá mæli ég með þessari tertu.

Ef þið viljið ekki nota matarlím eða eigið það ekki til, er hægt að sleppa því og setja botninn í eldfast mót og fyllinguna svo yfir.

Innihald

12 skammtar

Botn:

möndlumjöl
smjör
sukrin gold (má sleppa eða nota púðursykur ef fólk er að leita eftir sykurlausri tertu)
ósykrað kakó
kókosmjöl

Fylling:

Ísey skyr með vanillu
rjómi frá Gott í matinn
Johan Burlow raw lakkrísduft
sykurlaust dökkt súkkulaði (má sleppa)
matarlímsblöð

Botn

  • Bræðið smjör í potti og bætið svo við rest af hráefnum og blandið vel saman.
  • Setjið í 20 cm silikonform og þrýstið og dreifið jafnt yfir botninn á forminu.
  • Bakið við 180°C í 5 mínútur og látið kólna.

Fylling

  • Þeytið rjómann.
  • Hrærið skyrinu saman við.
  • Saxið niður súkkulaðið og hrærið út í ásamt lakkrísduftinu.
  • Bræðið matarlím í potti ásamt 2 msk. af vatni.
  • Látið kólna örlítið og hrærið varlega saman við rjómaskyrblönduna.
  • Hellið fyllingu yfir botninn og setjið í frystinn í 1,5-2 klst.
  • Takið tertuna úr forminu á meðan hún er frosin, setjið á tertudisk og geymið í kæli.

Höfundur: Hafdís Priscilla Magnúsdóttir