Menu
Sumarleg ostakaka með grilluðum ávöxtum

Sumarleg ostakaka með grilluðum ávöxtum

Skemmtilega öðruvísi ostakaka.

Innihald

8 skammtar

Sumarleg ostakaka

hafrakex, fínmulið
smjör, brætt
mjúkur rjómaostur, Gott í matinn frá MS
hreint skyr frá MS
flórsykur
mynta, fínsöxuð
maukaðir ávextir, þeir sömu og eru notaðir ofan á kökuna
af ávöxtum í sneiðum, s.s. mangó, ananas, bananar, nektarínur og fersk ber til skreytingar
flórsykur

SKref 1

  • Blandið fínmuldu kexi og bræddu smjöri saman í skál.
  • Hellið mylsnunni á disk og þjappið henni lauslega niður.

Skref2

  • Blandið saman rjómaosti, skyri, flórsykri, myntu og ávaxtamauki.

Skref3

  • Sneiðið niður ávextina, raðið þeim á grillbakka og stráið 2 msk. af flórsykri yfir þá.
  • Grillið ávextina þar til þeir byrja að taka lit.

Skref4

  • Smyrjið ostakreminu yfir kexbotninn og raðið grilluðum ávöxtum ásamt ferskum berjum ofan á kremið.
  • Hellið safanum sem rennur af grilluðu ávöxtunum yfir kökuna og sáldrið að lokum flórsykri yfir kökuna.
  • Berið strax fram.

Höfundur: Inga Elsa Bergþórsdóttir