Súkkulaðiostakaka með súkkulaðihjúp og berjum
Einfalt
- +

Súkkulaðiostakaka með súkkulaðihjúp og berjum

Botn
14 stk Oreo kex
45 g smjör, bráðið

Ostakaka
380 g dökkt súkkulaði
450 g rjómaostur
250 g sykur
1 dós sýrður rjómi
3 stk egg

Toppur
100 g dökkt súkkulaði, bráðið
3 msk síróp
4 msk rjómi
jarðarber og bláber eða ber að eigin val

Aðferð:

Hitið ofninn í 180 gráður. Setjið smjörpappír í hringlaga form um 20 cm stærð. Setjið Oreo kex í matvinnsluvél og fínmalið. Bræðið smjör og hrærið saman við Oreo kexið. Setjið kexblönduna í botninn á forminu og þrýstið vel niður og upp á hliðar formsins. Bakið í 10 mínútur og kælið.

Bræðið súkkulaði yfir vatnsbaði og setjið til hliðar. Hrærið rjómaostinn þar til hann er orðinn mjúkur og sléttur. Bætið sykri saman við ásamt sýrðum rjóma og hrærið vel. Setjið eggin saman við og hrærið vel. Blandið brædda súkkulaðinu saman við ostablönduna og hrærið með sleif þar til allt hefur náð að blandast vel saman. Hellið rjómaostablöndunni ofan á Oreo kex botninn og bakið 40-45 mínútur, ef þið notið stærra form þurfi þið styttri bökunartíma um 25-30 mínútur. Með því að nota minna form verður kakan hærri og veglegri. Kakan er aðeins mjúk í miðjunni þegar þið takið hana úr ofninum. Þegar kakan kólnar fellur hún í miðjunni og myndar hálfgerða skál þar sem berin fara ofan í.

 

Bræðið súkkulaði yfir vatnsbaði, blandið sírópi og rjóma saman við og hrærið stanslaust þar til súkkulaðið hefur náð að bráðna alveg. Hellið því yfir kælda kökuna, dreifið úr súkkulaðinu  og látið það leka örlítið niður hliðar kökunnar. Kælið kökuna þar til súkkulaðið hefur náð að storkna örlítið. Skreytið með berjum að vild. Geymið í kæli þar til kakan er borin fram. 

Höfundur: Thelma Þorbergsdóttir