- +

Skyrterta með marensþaki

Botn
150 g Digestive kex
1½ msk kókosmjöl
60 g smjör, brætt

Fylling
2 dl rjómi
1 dós KEA kókosskyr
1 msk flórsykur
2 msk lemoncurd eða eftir smekk (2-3 msk)
sjávarsalt á hnífsoddi

Marensþak
2 stk eggjahvítur
¾ dl sykur

Aðferð:

1. Stillið ofninn á 180°.

2. Setjið kex, kókosmjöl og smjör í matvinnsluvél og maukið. Þrýstið mylsnunni niður á botn og hliðar bökunarforms sem er 24 cm í þvermál. Bakið í 10-15 mínútur. Kælið.

3. Léttþeytið rjóma. Setjið skyr og flórsykur saman við. Hrærið. Bætið lemoncurd saman við. Smakkið til eftir smekk. Setjið kremið yfir botninn.

4. Stillið ofninn á grill.

5. Stífþeytið eggjahvíturnar. Setjið sykurinn saman við smátt og smátt. Bíðið á milli. Dreifið varlega yfir skyrkremið. Setjið kökuna í ofninn. Bakið þar til marensinn er orðinn fallega gullinn.Fylgist grannt með, þetta tekur stutta stund. Berið strax fram. 

Höfundur: Erna Sverrisdóttir