- +

Skyrterta með lakkrískonfektmulningi

Lakkrískonfektmulningur
200 g lakkrískonfekt blandað
150 g hafrakex
90 g smjör

Skyrkökublanda innihald:
2 dl rjómi
100 g flórsykur
500 g vanilluskyr
200 g ab mjólk
1 tsk vanilludropar
8 blöð matarlím
1 dl rjómi

Aðferð:

Lakkrískonfektmulningur aðferð:

Setjið lakkrís og hafrakex í matvinnsluvél og hrærið vel saman eða þar til lakkrískonfektið hefur saxast vel. Bræðiði smjörið og bætið saman við blönduna takið 2/3 af blöndunni og setjið í botn á springformi og hafið smjörpappír á milli. Einning að hægt að laga kökuna í fati.

 

Skyrkökublanda aðferð:

Leggið matarlím í bleyti í kalt vatn. Þeytið saman rjóma og flórsykur, hrærið saman vanilluskyri, ab-mjólk og vanilludropum hrærið saman við þeyttan rjómann. Takið matarlímið úr vatninu og hitið með 1 dl af rjómanum blandið varlega saman við blönduna. Bætið loks 1/3 af lakkrískonfektcrusti í blönduna og hellið í formið. Kælið í minnst 3 tíma áður en er borið fram.

Höfundur: Klúbbur matreiðslumeistara