- +

Skyrterta með kanil

Möndlublanda:
100 g smjör
120 g möndlumjöl
3 msk. Sukrin Gold eða púðursykur
1 msk.

Fylling:
400 g vanillu eða hreint Ísey skyr
½ l rjómi frá Gott í matinn
2 tsk. vanilla extract eða dropar
1 tsk. kanill
1 tsk. negull
½ tsk. engifer

Aðferð:

Möndlublanda:

Bræðið smjör í potti ásamt Sukrin Gold og kanil. Bætið við möndlumjöli og blandið vel saman.  Setjið á bökunarpappír, dreifð smá úr möndlublöndunni og bakið á 180 gráðum í ca 5 mín eða þar til orðið gyllt. Takið út og kælið.

 

Fylling:

Þeytið rjóma og setjið til hliðar.

Skyr, vanillu extract og krydd blandað saman í hrærivél. Í lokin er rjómanum bætt við og blandað vel saman við með sleif. Smakkið til og kryddið örlítið meira með kanil og negul ef þess er þörf.

 

Takið fram falleg glös og setjið fyrst möndlublönduna, svo skyr og smá möndlublöndu aftur yfir.

Einnig er hægt að bæta við ferskum berjum ofan á eða hnetum eftir smekk hvers og eins.

 

Ef þið viljið gera skyrtertu er hægt að setja möndlublönduna í eldfastform ca 22x20, bakið botninn á 180 gráður í 5-7 mínútur eða þar til gyllt. Þegar botninn er orðin kaldur er hægt að setja skyrblönduna yfir og skreyta með ferskum berjum.

 

Höfundur: Hafdís Priscilla Magnúsdóttir