Skyrkaka með bökuðum eplum, pekanhnetum og karamellu
Einfalt
- +

Skyrkaka með bökuðum eplum, pekanhnetum og karamellu

Botn:
1 pakki Lu Bagstone kanil kex
150 g smjör

Skyrkaka:
500 g Ísey skyr með bökuðum eplum
¼ l rjómi
1 tsk kanill
2 msk dökkur púðursykur

Toppur:
100 g pekanhnetur
1 stk. rautt epli
½ tsk kanill
Karamellusósa

Aðferð:

1. Setjið kanilkexið í matvinnsluvél og hakkið þar til kexið er orðið fínmalað.
2. Bræðið smjör og hellið því saman við kexið og hrærið vel saman.
3. Setjið kexblönduna í hringlaga form um 22 cm að stærð og þrýstið kexblöndunni vel niður í botninn og upp á hliðar formsins. Gott er að nota botninn á glasi til þess að þrýsta kexinu vel niður.
4. Setjið formið inn í ísskáp á meðan þið undirbúið skyrkökuna.
5. Þreytið rjóma og hrærið saman við skyrið ásamt kanil og púðursykri. Hrærið þar til allt hefur blandast vel saman.
6. Hellið skyrblönduni yfir kexbotninn og sléttið út með sleif.
7. Skerið epli í sneiðar og raðið þeim ofan á skyrkökuna. Stráið kanil yfir eplin.
8. Skerið pekanhneturnar gróflega niður og setjið ofan á eplin ásamt karamellusósunni.
9. Best er að bera kökuna fljótlega fram eftir að þið hafið sett eplin ofan á. Geymið í kæli þar til kakan er borin fram. 

Höfundur: Thelma Þorbergsdóttir