- +

Skyr súkkulaðimús og á þrjá vegu

Innihald
100 g dökkt súkkulaði
100 g hvítt súkkulaði
1 dós KEA ferskjuskyr
1 dós KEA jarðarberjaskyr
1 dós KEA vanilluskyr

Meðlæti
fersk ber

Aðferð:

1. Bræðið dökkt súkkulaði.

2. Hrærið 1 dós af ferskju skyri saman við og setjið í glös.

3. Gerið slíkt hið sama við hvíta súkkulaðið en blandið jarðarberjaskyri saman við það. Látið jafnt ofan á dökku súkkulaðimúsina.

4. Endurtakið leikinn með ljósa súkkulaðinu en blandið það með vanilluskyri. Toppið músina með ljósu súkkulaðimúsinni.

5. Kælið í a.m.k. klukkutíma. Má gera deginum áður. Berið fram með ferskum berjum.

Höfundur: Erna Sverrisdóttir