- +

Ostakaka með súkkulaði og piparmyntu

Botn:
250 g hafrasúkkulaðikex
150 g smjör

Ostafylling:
2 stk egg
150 g flórsykur
400 g rjómaostur frá Gott í matinn
3 dl rjómi
200 g Síríus pralín með piparmyntu
4 blöð matarlím

Aðferð:

Botn aðferð:

Myljið niður hafrasúkkulaðikexið og bræðið smjörið, hrærið vel saman. Þrýstið í botninnn á 22-24 cm springformi.
Ostafylling aðferð:
Byrjið á að þeyta 2 ½ dl rjóma og setjið til hliðar. Þar næst þeytið egg og sykur vel saman, bætið í rjómaostinum og hrærið vel saman. Bætið loks í þeyttum rjóma. Setjið matarlímið í bleyti  í kalt vatn. Bræðið Síríus pralín með piparmyntu og ½ dl af rjómanum. Kreistið vatnið af matarlímsblöðunum og bræðið í súkkulaðiblöndunni. Blandið örlítið af rjómaostablöndunni saman við súkkulaðið og hellið svo restinni af ostablöndunni saman við. Hrærið vel saman. Setjið í springformið og kælið vel.

 

Höfundur: Árni Þór Arnórsson