
Einfalt
Ostakaka með súkkulaðitoppi
Botn:
250 g makkarónur muldar
125 g brætt smjör
Fylling:
400 g rjómaostur frá Gott í matinn
220 g flórsykur
½ l rjómi frá Gott í matinn
Súkkulaðitoppur:
200 g suðusúkkulaði
1 dós sýrður rjómi 18% frá Gott í matinn
Aðferð:
Blandið saman muldum makkarónum og bræddu smjöri. Setjið í botninn á eldföstu móti, kælið
Hrærið rjómaostinn og flórsykurinn saman. Þeytið rjómann og blandið varlega saman við rjómaostablönduna. Setjið ofan á makkarónukökurnar og kælið aftur.
Aðferð:
Bræðið suðusúkkulaði og blandið saman við sýrða rjómann.
Smyrjið yfir kökuna.
Dugar í eitt stórt eldfast form eða 2 smærri.
Ostakökuna má frysta.
Höfundur: Árni Þór Arnórsson