- +

Ostakaka með hvítu súkkulaði

Botn
150 g hafrakex
40 g kókosmjöl
2 msk púðursykur
70 g smjör

Fylling
400 g hreinn rjómaostur
175 g flórsykur
1 tsk vanilludropar
350 g hvítt súkkulaði (brætt)
2 egg
1 eggjarauða

Aðferð:

 

Botn aðferð:
Myljið kexið og blandið með kókosmjöli og púðursykri. Bræðið smjörið og blandið saman. Setjið í botninn á 24 cm smelluformi. Gott er að setja smjörpappír undir. Kælið
 
 
Fylling aðferð:
Hrærið saman rjómaosti, flórsykri og vanilludropum, blandið varlega í bræddu súkkulaðinu og loks eggjum og rauðu í tveim skömmtun, blandið vel á milli.
 
Hellið fyllingunni í formið og bakið við 175°C í sirka 50-60 mínútur.
Kælið kökuna áður en formið er losað gott er að baka kökuna daginn áður
 
Skreytið með ferskum berjum og hvítu súkkulaði og berið fram vanillu eða berjaskyri

Höfundur: Árni Þór Arnórsson