- +

Ostakaka með hvítu súkkulaði og bláberjum

Botn innihald:
200 g súkkulaðihafrakex
100 g Daim eða daimkúlur
70 g smjör

Kaka innihald:
300 g hvítt súkkulaði
400 g rjómaostur
2½ dl þeyttur rjómi
250 g bláber eða einhver önnur góð ber

Aðferð:

 

Botn aðferð:
Bræðið smjörið, maukið saman kex og Daim og bætið bræddu smjörinu saman við. Þrýstið í botninn á springformi. Kælið.

 

Kaka aðferð:
Bræðið súkkulaðið í vatnsbaði og þeytið rjómann. Hrærið rjómaostinn vel í hrærivél, bætið þeytta rjómanum saman við blandið vel saman. Blandið loks saman við brædda hvíta súkkulaðið.
Setjið í formið og stráið berjunum undir og ofan á. Kælið í minnst fjóra tíma.
Einnig er hægt að laga þessa í eldföstu móti.

Höfundur: Árni Þór Arnórsson