- +

Nougat skyrfrauð

Innihald
Lu kanilkex eftir þörfum
3 dl rjómi
500 g vanillu skyr
170 g flórsykur
6 blöð matarlím
1 dl rjómi
200 g nougat

Aðferð:
Leggjið í bleyti matarlím. Þeytið rjóma og blandið saman við skyri og flórsykri. Bræðið saman 1 dl rjóma og nougat. Setjið síðan matarlímið þar út í og blandið saman við skyrblönduna. Klæðið form með plastfilmu og setjið 1/3 af frauðinu í botninn á forminu, þar ofan á raðið Lu kanilkexi eftir þörfum. Bætið 1/3 af frauðinu þar ofan á og setjið annað lag af Lu kanilkexi. Setjið restina af frauðinu í formið og kælið.

Höfundur: Árni Þór Arnórsson