- +

Limeostakaka

Kaka Innihald
200 g hafrakex
80 g smjör
3 msk sweet mangó chutney

Kaka fylling
5 stk egg
150 g sykur
1 stk lime safi og börkur
400 g rjómaostur
200 g grísk jógúrt

Aðferð:

Kaka aðferð:
Myljið kexið niður og setjið saman við bráðið smjörið og sweet mangó chutney.
Setjið smjörpappír í botn á forminu og þrýstið kexblöndunni í formið, 22-24 cm stóru.

Fylling aðferð:
Þeytið saman egg og sykur. Bætið rjómaostinum saman við eggjablönduna og hrærið vel saman Blandið saman grískri jógúrt, limesafa, limeberki og bætið saman við rjómaostablönduna. Hellið í formið og bakið við 175°C í u.þ.b. 45 mínútur.

Höfundur: Árni Þór Arnórsson