- +

Jarðarberjaskyrkaka með ljúfum súkkulaðibotni

Botn innihald
100 g súkkulaðikex
100 g hafrakex
75 g smjör
75 g súkkulaði

Fylling innihald
2 dl rjómi
100 g flórsykur
500 g jarðarberjaskyr
100 g hrein jógúrt
1 tsk vanilludropar
8 blöð matarlím
1 dl rjómi

Aðferð:

 

Botn aðferð:
Bræðið saman smjör og súkkulaði, myljið niður kexið og blandið saman, þrýstið í botn á springformi.

 

Fylling aðferð:
Leggið matarlím í bleyti. Þeytið saman rjóma og flórsykur, hrærið saman vanilluskyri, hreinni jógúrt og vanilludropum hrærið saman við þeyttan rjómann. Takið matarlímið úr vatninu og hitið með  1 dl af rjómanum blandið varlega saman við blönduna og setjið yfir kexbotninn. Kælið í minnst 3 tíma áður en er borið fram.  Berið fram með ferskum jarðarberjum eða jarðarberjasultu.
 

Höfundur: Árni Þór Arnórsson