- +

Fljótleg jógúrt skyrterta

Innihald:
350 g grísk jógúrt frá Gott í matinn
200 g KEA skyr með vanillu (1 lítil dós)
1 msk. vanillusykur
75 g flórsykur
100 g súkkulaðihafrakex
100 g makkarónukökur
120 g smjör
½ dós niðursoðnar perur u.þ.b 250 g af perum

Aðferð:
Maukið saman makkarónukökur og súkkulaðihafrakex, bræðið smjörið og blandið saman við.
Þeytið saman grískt jógúrt, vanilluskyr, vanillusykur og flórsykur. Setjið kex og makkarónublönduna í botn á skál eða eldfast mót, skerið perurnar í bita og setjið þar yfir. Setjið loks jógúrtblönduna yfir, endurtakið einu sinni og endið á að setja kex og makkarónublönduna á toppinn, kælið vel.

Höfundur: Árni Þór Arnórsson