- +

Creme brulee skyrkaka

Botn:
2 pk. karamelluhafrakex, t.d. Digestives
150 g smjör, brætt

Fylling:
400 g rjómaostur til matargerðar frá Gott í matinn
200 g flórsykur
2 tsk. vanilludropar
½ l rjómi, þeyttur
3 dósir Ísey skyr Crème brûlée

Skreyting:
1 poki rjómakúlur
5 msk. rjómi
kexmulningur

Aðferð:

Uppskrift fyrir stórt eldfast mót.

1. Kexið er mulið í matvinnsluvél, brætt smjör sett saman við og blandan síðan sett í botn á eldföstu móti.  Gott að hafa smá brún. 

2. Rjóminn er þeyttur og settur til hliðar.

3. Rjómaostur, flórsykur og vanilludropar er þeytt saman.

4. Rjómanum blandað varlega saman við rjómaostablönduna ásamt skyrinu. 

5. Rjómakúlur eru bræddar yfir vatnsbaði ásamt rjómanum. Leyft að kólna örlítið.

6. Helmingi skyrblöndunnar er hellt yfir botninn. Gott að miða við að fyllingin fari ekki yfir brúnina á kexbotninum. 

7. Að lokum er rjómakúlubræðingurinn settur með hníf í sprautupoka. Það eru myndaðar rákir með rjómakúlubræðingnum í hliðum pokans.

8. Skyrfyllingin er sett í pokann og rósir sprautaðar með 1 M sprautustút. Það er gott ráð að leyfa skyrfyllingunni að bíða í smá tíma í kæli áður en hún er sett í sprautupokann. Þannig er auðveldara að mynda rósir.

9. Kex er mulið yfir kökuna.   

Höfundur: Hjördís Dögg Grímarsdóttir